Saga FVSI

Félag Viðhaldsstjórnunar á Íslandi (FVSI) var stofnað 12.02.2009 af aðilum sem hafa haft langa reynslu af viðhaldi vélbúnaðar í iðnaði, stóriðju og orkugeiranum.  Markmiði hefur frá upphafi verið  að auka þekkingu og nýsköpun í viðhaldsstjórnun ásamt því að byggja upp tengslanet í greininni.

Í gegnum árin hefur FVSI staðið fyrir félagsfundum og haldið námskeið í samstarfi við erlenda sem og innlenda aðila fyrir félagsmenn.  

Haustið 2016 gekk FVSI í evrópusamtök viðhaldsstjórnunarfélaga EFNMS – sem “observing member” til næstu þriggja ára skv. lögum EFNMS.