Hlutverk FVSI

Þróa starfsemi viðhaldsstjórnunar innan iðnaðar til að auka nýsköpun í viðhaldi og meðvitund á mikilvægi viðhaldsstjórnunar hvað varðar samkeppnishæfni og virðisauka í rekstri iðnfyrirtækja.

 

Gildi FVSI

Hlutleysi

FVSI mun þjóna viðhaldssamfélaginu á Íslandi í heild, ekki til að þjóna persónulegum hagsmunum né hagsmunum fyrirtækja sérstaklega.

Sjálfstæði

FVSI er ekki háð pólitískun né fjárhagslegum hagsmunum.

Framlag

FVSI mun vera virkt í því að ná fram sameiginlegum markmiðum sinna félagsaðila.

Einlægni

FVSI er einlægt í því að vinna með innlendum sem og erlendum aðilum að uppbyggingu viðhaldsstjórnunar á öllum sviðum.